Í könnun Gallup í janúar fyrir Ríkisútvarpið um fylgi við stjórnmálaflokkana er engin breyting á skiptingu kjördæmakjörinna þingmannatölu frá því sem var í Alþingiskosningunum 30. nóvember 2024. Sex flokkar fá eitt þingsæti hver. Þá fékk Flokkur fólksins jöfnunarsæti kjördæmisins en í Gallup könnuninni er ekki gefið upp hvaða flokkur myndi fá það, en þó ljóst að það yrði ekki Flokkur fólksins.
Flokkur fólksins missir 5,5%
Helstu breytingar á fylgi flokkannna frá kosningum eru þær að Flokkur fólksins missi 5,5% fylgi og mælist með 11,2% í stað 16,7%. Miðflokkurinn tapar einnig fylgi og fær 12,8% sem er 2% minna en í alþingiskosningunum.
Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur, hann bætir við sig 2,3% og mælist með 20,3%. Sósíalistaflokkurinn fær 6,7% fylgi í Gallup könnuninni en fékk 3,4% í alþingiskosningunum.
Að öðru leyti eru litlar breytingar.
Gallup könnunin er byggð á svörum frá 4.450 manns í janúar, þar af eru 354 svör í Norðvesturkjördæmi. RUV hefur sent Bæjarins besta niðurstöðu könnunarinnar sundurliðað eftir kjördæmum.