Sveitarstjórn Reykhólahepps samþykkti á síðasta fundi sínum að styrkja Skíðafélag Strandamanna um 400.000 krónur vegna kaupa félagsins á snjótroðara.
Skíðafélag Strandamanna festi nýlega kaup á snjótroðara. Troðarinn er af tegundinni Pisten Bully 100, árgerð 2015.. Troðarinn var fluttur inn frá Austurríki.
Kaupverð troðarans er 17.856.000 kr. Skíðafélagið átti til rúmar 5 milljónir upp í kaupverðið.