Byggðakvóti Flateyri

Á síðasta fundi Bæjarráðs Ísafjarðarbæjar var lagt til við bæjarstjórn að sérreglum um byggðakvóta verði óbreyttar frá árinu 2023-24. Á fiskveiðiárinu 2023-2024 lögðust niður nokkur störf hjá Walvis Ehf sem séð hefur um löndun og slægingu á Flateyri vegna hráefnisskorts, minnir að starfsemin hafi endanlega verið stöðvuð september 2024.

Nú er Byggðakvóti Flateyrar 2024-25 285 tonn eitthvað færist á milli ára þannig að hann er rúm 400 tonn. Nú er engin starfandi fiskvinnsla á Flateyri og engin löndunar þjónusta, hvað veldur jú meðal annars þessar sérreglur. Ef sett væri á löndunarskilda á þau skip sem ætluðu að nýta sé byggðakvótann á Flateyri og ekki frá því hvikað myndi það þýða að það þyrfti að landa rúmlega 800 tonnum á Flateyri það væri eitthvað til að hjálpa til við atvinnuuppbyggingu á Flateyri sem hlýtur að vera hlutverk Bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar að gæta að atvinnustarfsemi í ÖLLUM byggðarlögum bæjarins.

Því til viðbótar mætti alveg setja löndunarskildu á Byggðastofnunarkvótann þar eru 400 tonn.  Flateyri er ekki Grímsey.

Það sætir mikillar furðu hjá mér að þrátt fyrir að það séu nokkrir bæjarfulltrúar úr Önundarfirði og að núverandi bæjarstjóri hafi búið og starfað í firðinum að það skuli ekki einusinni vera tekið samtalið um þetta og leitað lausna.

Ég skora hér með á alla bæjarfulltrúa og bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar að funda á Flateyri um þetta mál áður en endanleg ákvörðun verður tekin, það gengur ekki lengur að það sem ætlað er til að skapa atvinnu á Flateyri geri það ekki.

Gísli Jón Kristjánsson

DEILA