Ísafjarðarbær: 947 tonna byggðakvóti og óbreyttar reglur

Þigeyrarhöfn í júlí í fyrra. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Matvælaráðuneytið hefu tilkynnt Ísafjarðarbæ að til byggðalaga í sveitarfélaginu hafi verið úthlutað 947 tonnum af botnfiski í byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári, ayk 169 tonna sem eru eftistöðvar af byggðakvóta síðasta árs, samtals 1.116 tonnum.

Bæjarráðið ákvað að sérreglur byggðakvóta Ísafjarðarbæjar verði eins fyrir árið 2024-2025, eins og þær voru 2023-2024.

Eftir því sem næst verður komist voru þær eins og reglurna fyrir fiskveiðiárið 2022/2023. Úthlutað er 1 tonni til hvers báts með frístundaveiðileyfi og því sem þá er eftir er skipt milli annarra báta sem til greina koma þannig að 40% er skipt jafnt og eftirstöðvum er skipt hlutfallslega milli báta eftir lönduðum afla á árinu 2021/2022.

DEILA