Dynjandisheiði er lokuð og enn er hvasst á sunnanverðum Vestfjörðum. Snjó hefur tekið af vegum og eru hálkublettir en á Kleifaheiði er þungfært en mokstur stendur þar yfir.
Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá því að í gærkvöldi, eða um kl.22:45 lýsti Veðurstofa Íslands yfir hættustigi á Patreksfirði hvað varðar nálæg hús við Stekkagil. Í kjölfarið voru 7 hús rýmd. Eitt þessara húsa hýsa er atvinnuhúsnæði (bæjarskrifstofan á staðnum).
Alls voru 14 íbúar í þessum húsum og fóru nokkrir til vina og vandamanna en hinir í gistingu á vegum sveitafélagsins og RKÍ deildarinnar á staðnum. Rýming gekk vel og íbúar tóku henni með rósemd segir í færslu lögreglunnar.