Árnesheppur: samþykkt breytingu á deiliskipulagi Dranga

Heppsnefnd Árneshepps samþykkti á fundi sínum í janúa erindi frá eiganda jaðarinnar Dranga, Fornaseli ehf, um breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar. Verður tillagan send í auglýsingu.

Markmiðið með skipulagsbreytingunni er að samræma mismunandi óskir og útfærslur landeigenda Dranga en jafnframt að tryggja að uppbygging verði í sátt við umhverfið. Breytingartillagan felst í breyttum lóðamörkum og stækkun lóða. Áformin og markmiðin eru í grundvallaratriðum þau sömu og í gildandi deiliskipulagi og fjöldi lóða breytist ekki. Heimilt er að byggja allt að 80 fm frístundahús innan byggingarreits á hverri lóð, líkt og í gildandi deiliskipulagi, en auk þess smáhýsi skv. ákvæðum byggingarreglugerðar.  Áhrif skipulagsbreytingar eru metin óveruleg.

DEILA