Héraðssambandið Hrafna Flóki hélt uppskeruhátíð HHF í Skjaldborgarbíó á Patreksfirði 15. janúar 2025.
Árið 2024 var mjög öflugt íþróttaár á starfssvæði HHF. Nýjar deildar voru stofnaðar á haustmánuðum í bogfimi hjá Herði á Patreksfirði og rafíþróttadeild hjá Íþróttafélagi Bílddælinga ásamt því að haldið var körfuboltamót í Bröttuhlíð á vegum HHF í samstarfi við önnur íþróttafélög á Vestfjörðum sem tókst einstaklega vel og ákveðið að halda það aftur á þessu ári.
Stærsti viðburður ársins var þegar öflugur hópur frjálsíþróttakrakka fór til Gautaborgar í júli að keppa á alþjóðlegu móti. Annars var keppt á 14 frjálsíþróttamótum á árinu 2024. Krakkarnir settu 47 ný héraðsmet innan og utanhúss á árinu.
Í knattspyrnu var starfið með hefðbundnu sniði og keppt á öllum þeim mótum sem hægt var eða 6 talsins og svo á HHF marga iðkendur sem spila nánast um hverja helgi frá maí til sept á Íslandsmótinu í knattspyrnu með Vestra frá Ísafirði.
Körfuboltaæfingar hafa verið mjög öflugar síðasta árið og stefnan sett á keppnisferðalag til Stykkishólms núna í mars. Mikill áhugi á körfubolta hjá HHF og mikilvægt að efla hann með því að gera eitthvað skemmtilegt eins og t.d þetta að fara í keppnisferðalag.
Allir iðkendur sem æfðu á vegum aðildarfélaga HHF árið 2024 fengu viðurkenningu og gjöf fyrir þátttökuna á árinu en það voru skærgular HHF húfur, markmiðabók og stressbolti með hvatingarorðum.
Meðal viðurkenninga sem veittar voru á uppskeruhátíðinni:
