Lokaðir vegir á Vestfjörðum vegna snjóflóða

Veginum um Raknadalshlíð í Patreksfirði og Kleifaheiði var lokað nú í kvöld. Snjóflóð hafa fallið á þessu svæði og er talin hætta á fleiri flóðum næstu klukkustundirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Í fyrramálið verður staðan metin með opnun í huga.

Vegagerðin greindi frá því rétt áðan að snjóflóð hafi fallið rétt neðan við gangnamunnann í Botnsdal í Súgandafirði. Vegurinn er því lokaður.

Vegfarendur sem þurfa að fara þessa vegi eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um veður og færð á vefsíðunni umferdin.is, sjá hlekkinn hér að neðan.

https://umferdin.is/kafli/90530

DEILA