Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti í vikunni á fundi sínum viðauka við fjárhagsáætlun ársins hjá hafnarsjóði þar sem rekstrarniðurstaða ársins lækkar um 28 m.kr. og verður 25 m.kr. í stað 53 m.kr. sem áður var ráðgert. Breytingin er skýrð þannig að mistök hafi orðið við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar hafnarsjóðs, þannig að formerki snérust við yfirfærslu milli kerfa.
Tekjur sjóðsins eru áfram áætlaðar 361 m.kr. Útgjöld vegna launa og tengdra gjalda verða 80 m.kr. ,annar rekstrarkostnaður 169 m.kr. og fjármagnskostnaður 20 m.kr. Staða hafnasjóðs er sterk og nemur veltufé 370 m.kr. samkvæmt efnahagsyfirliti.