Ég man þig sýnd á Hesteyri

Læknishúsið á Hesteyri.

Kvikmyndin Ég man þig, sem byggð er á samnefndri bók eftir Yrsu Sigurðardóttur, verður sýnd á söguslóðum í Læknishúsinu á Hesteyri í sumar. Skipuleggjandi segir viðburðinn ekki vera fyrir neina vesalinga.

Íslenska hrollvekjan Ég man þig, sem byggð er á vinsælli skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur, var frumsýnd í kvikmyndahúsum við miklar vinsældir í maí.

Á miðvikudag hefjast sýningar á ný en þær verða í sjálfu Læknishúsinu á Hesteyri sem er þungamiðja sögusviðsins.

Bíógestir verða fluttir að Hesteyri frá Bolungarvík, þar sem þeirra bíður kvöldverður og sýning. Haldin var prufusýning í gær við góðar undirtektir.

Frumsýningin verður á miðvikudaginn og verða sýningar næstu tíu daga þar á eftir. Hægt er að bóka á vefsíðu Læknishússins eða með því að slá á þráðinn norður á Hesteyri. Miðarnir kosta fjórtán þúsund krónur með bátsferð, kvöldverð og sýningu.

smari@bb.is

DEILA