Landsnet ræðir tengingu Hvalárvirkjunar

Landsnet býður í vinnustofur valkostagreiningar vegna tengingu Hvalárvirkjunar, tvær vinnustofur verða í boði og eru þær á eftirfarandi dagsetningum og staðsetningum:

  • 28. janúar kl. 16-19 – Hótel Laugarhóll – Þessi vinnustofa er hugsuð fyrir verkefnaráð en hún verður einnig opin almenningi sem og landeigendum og hagaðilum á svæðinu sem kjósa að mæta þangað.
    •  Léttar veitingar verða í boði á meðan vinnustofan er í gangi og verður boðið upp á kvöldmat að vinnustofu lokinni.
  • 30. janúar kl. 17-20 – Hótel Nordica – Þessi vinnustofa er hugsuð fyrir landeigendur en verður einnig opin fyrir þau sem eru í verkefnaráði og sjá sér ekki fært að mæta á Hótel Laugarhól.
    •  Léttar veitingar verða í boði á meðan vinnustofan er í gangi.

Drög að dagskrá er eftirfarandi:

  • Framsaga frá Landsneti og VSÓ Ráðgjöf
    • Markmið framkvæmdar – upprifjun
    • Upprifjun frá SVÓT greiningu 2019 – helstu niðurstöður
    • Tilgangur valkostagreiningar og tenging við umhverfismatsferlið
    • Samantekt í lokin og næstu skref

Þar sem að þetta eru vinnustofur verður ekki boðið upp á fjarfund.

Þeir sem hyggjast mæta skulu skrá sig á heimasíðu Landsnets.

DEILA