Bæjarstjórn Bolungavíkur samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 300.000.000 , með lokagjalddaga þann 23. febrúar 2039.
Til tryggingar láninu (höfuðstól, auk vaxta, dráttavaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir sveitarfélagsins og Bolungarvíkurhafnar ásamt fjárfestingum á árinu 2025.
Afborganir ársins af langtímalánum eru skv. fjárhagsáætlun 2025 liðlega 277 m.kr. Fjárfestingar ársins eru áætlaðar um 300 m.kr.