Fyrirtækið BA 64 ehf hefur sótt um lóð fyrir hótelbyggingu á hafnarsvæðinu á Bíldudal. Erindið var lagt inn í apríl á síðasta ári og var þá samþykkt í bæjarráði Vesturbyggðar að taka vel í umsóknina og bæjarstjóra var falið að stilla upp samningi í samráði við umsækjendur lóðarinnar og leggja að nýju fyrir ráðið.
Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var málið aftur tekið fyrir og drög að samningi sem hafa verið unnin voru lögð fram.
Bæjarstjóra var falið að setja sig í samband við umsækjendur lóðarinnar og ganga frá samningi.
Meðal eigenda BA 64 ehf eru Bílddælingarnir Jens H. Valdimarsson og Valdimar Gunnarsson.