Matvælastofnun varar við neyslu á MP People´s Choice hvítum baunum frá Nígeríu sem DJQ Beauty Supply vegna skordýra. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna og tekið af markaði.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: MP People‘s Choice
- Vöruheiti: White Beans
- Geymsluþol: 30.11.2025
- Batch No. MP122023
- Strikamerki: 37209122570
- Nettómagn: 2 kg og 3 kg
- Ábyrgðaraðili: A.E.F B.V. Kilbystraat 1, 8263 CJ Kampen, The Netherlands
- Framleiðsluland: Nígería
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: DJQ Beauty Supply, Hraunberg 4
- Dreifing: DJQ Beauty Supply, Hraunberg 4
Þá varar Matvælastofnun einnig neytendur sem hafa ofnæmi-eða óþol fyrir soja við Himneskum chili jarðhnetum frá Til hamingju vegna þess að varan er vanmerkt. Varan inniheldur soja sem er ekki merkt á umbúðum. Fyrirtækið Nathan & Olsen hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit í Reykjavík innkalla vöruna.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vörumerki: Til hamingju
- Vöruheiti: Chili jarðhnetur
- Geymsluþol: Best fyrir: 28.02.25, 22.07.25 og 25.09.25
- Strikamerki: 569059092495
- Nettómagn: 150 g
- Framleiðandi: Nathan & Olsen, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík
- Framleiðsluland: Ísland
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Nathan & Olsen, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík.
- Dreifing: Hagkaup, Verslunin Blómsturvellir, Verslunin Einar Ólafsson, Pétursbúð, Fjarðarbúðin, Fjarðarkaup, Fríhöfnin, Heimkaup, Hjá Jóhönnu, Hlíðarkaup, Jónsabúð, K.f. V-Húnvetninga, Lyfjabúrið, Melabúðin, Skerjakolla, Skálinn Þorlákshöfn, Smáalind, Verslunin Álfheimar, Verslunin Árborg, Verslunin Ásbyrgi og Verslunin Kassinn