Ísafjarðarbær: hafnaði erindi um niðurfellingu gatnagerðargjalda

Hlíðarvegur 50 í byggingu í fyrra. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Bæjaráð hafnaði á fundi sínum í gær erindi frá Guðmundi M. Kristjánssyni um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna Hlíðarvegar 50 á Ísafirði.

Við byggingu hússins kom í ljós að kostnaður við jarðvegsvinnu vegna uppbyggingar á sökklum og plötu varð mun meiri en ráð var fyrir gert. Jarðvegsskipti urðu um 800 rúmmetrar þar sem langt var niður á fast og kostnaðurinn endaði í 9,4 m.kr. í stað 1,5 m.kr.

Óskað var efti niðurfellingu gatnagerðargjalda og vísað til þess að Ísafjarðarbær var með tilboð á niðurfellingu á gatnagerðargjöldum í Seljalandshverfi og Tunguhverfi ásamt á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.

Bæjarráðið hafnaði erindi Guðmundar M. Kristjánssonar um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna Hlíðarvegar 50 á Ísafirði, þar sem fyrri heimild bæjarstjórnar til niðurfellingar fasteignagjalda féll úr gildi við lok árs 2023 segir í bókun bæjarráðs.

„Bæjarstjórn samþykkti í stað framlengingar niðurfellingarheimildar að lækka til muna gjaldskrá um gatnagerðargjald, úr 9% í 6,5% fyrir einbýlishús, og allt niður í 4% fyrir fjölbýlishús.“

DEILA