Hvalárvirkjun: undirbúningur hafinn að tengingu virkjunarinnar við raforkukerfið

Tímalína Vesturverks og Landsnets.

Landsnet hefur hafið undirbúning að tengingu Hvalárvirkjunar við raforkukerfi landsins. Undir lok janúar verða haldnar tvær vinnustofur um valkostagreiningu fyir línuleiðirna. Sú fyrri verður á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði 28. janúar og verður opin almenningi sem og landeigendum og hagaðilum á svæðinu sem kjósa að mæta þangað. Sú seinni á Hotel Nordica í Reykjavík fyrir landeigendur og hagaðila.

Landsnet hefur sett upp sérstakt vefsvæði fyrir verkefnið og er þetta slóðin á það:
https://landsnet.is/framkvaemdir/hl1 

Landsnet hefur hafið undirbúning á umhverfismati Miðdalslínu 1 og Hvalárlínu 1. Gert er ráð fyrir að vinna við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna Miðdalslínu 1 og Hvalárlínu 1 taki um 2 – 3 ár.

Undirbúningur er hafinn að valkostagreiningu og matsáætlun sem segir frá hvernig verður staðið að umhverfismatinu, valkostum sem verða eru til skoðunar, rannsóknum sem nauðsynlegt er að vinna og samráði á vinnslutíma umhverfismats.

Í kjölfar rannsókna verður skrifuð umhverfismatsskýrsla, sem fjallar um markmið framkvæmda, umfang framkvæmda, umhverfisáhrif valkosta, mótvægisaðgerðir og þann kost sem Landsnet leggur til.

Landsnet áformað að ljúka umhverfismati 2027 og spennusetning verði 2030 en þá hyggst Vesturverk hefja rekstur virkjunarinnar.

DEILA