Rannsókn á ólöglegu fiskeldi hjá veiðifélagi

Matvælastofnun barst ábending um ólöglegt fiskeldi í Borgarfirði.

Við eftirgrennslan starfsmanna stofnunarinnar kom í ljós að fiskeldi væri viðhaft í húsnæði í Borgarfirði án rekstrar- og starfsleyfa.

Við nánari eftirgrennslan reyndist það vera veiðifélag sem hafði flutt seiðin í húsnæðið í þeim tilgangi að ala seiðin þar uns þeim yrði sleppt í veiðiá í vor.

Húsnæðið þar sem starfsemin er stunduð uppfyllir ekki skilyrði laga og reglugerða um fiskeldi auk þess sem vörnum gegn stroki er ábótavant.

Matvælastofnun hefur málið til rannsóknar og mun upplýsa um málið að rannsókn lokinni.

DEILA