Í gær hljóp Jakob Daníelsson Jökulsárhlaupið og varð þar með svokallaður landvættur. Til að fá að bera þann merkistitil þarf að ganga 50 km í Fossavatnsgöngunni, hjóla 58 km í Bláa lóns þrautinni, synda 1 km í Urriðavatnssundinu og hlaupa alla 38 km Jökulsárhlaupsins – og þarf að ljúka keppnunum á innan við 12 mánuðum. Jakob, sem er rétt orðinn 16 ára gamall er yngsti landvættur Íslands. Gönguskíði er sú íþróttagrein sem á hug Jakobs allan og í vor var hann yngsti keppandinn í 50 km göngu Fossavatnsgöngunnar.

smari@bb.is

DEILA