Hlutfall erlendra ríkisborgara eftir sveitarfélögum og landshlutum

Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um fjölda erlendra ríkisborgara sem eru með skráða búsetu hér á landi eftir sveitarfélögum. Tölurnar miðast við 1. desember 2024.

Hlutfall erlendra ríkisborgara er afar breytilegt milli sveitarfélaga eða frá rúmum 64,9% niður í 5,7% þó að jafnaði er hlutfallið um 19,8% þegar horft er til allra sveitarfélaga.

Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara eru í Mýrdalshreppi. Alls eru 64,9% íbúa hreppsins með erlent ríkisfang, 704 erlendir ríkisborgarar af alls 1.084 íbúum hreppsins. Næst hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara er í Skaftárhreppi með 44,9% og Bláskógabyggð með 36,4% íbúa.

Á Vestfjörðum er hlutfallið hæst í Súðavík 33,5% og Vesturbyggð þar sem það er 32,1%

Lægsta hlutfall erlendra ríkisborgara eru í Sveitarfélaginu Skagaströnd. Alls eru 5,7% íbúa hreppsins með erlent ríkisfang, 27 erlendir ríkisborgarar af alls 471 íbúum hreppsins. Næst lægsta hlutfall erlendra ríkisborgara er í Hörgársveit með 6% og Eyjafjarðarsveit með 6,1% íbúa.

Á Vestfjörðum er hlutfallið lægst í Árneshreppi 6,8% og í Strandabyggð er það 10,7% og í Reykhólahreppi 11%.

Á Drangsnesi er hlutfallið 21,2% í Bolungarvík 24.7% og í Ísafjarðarbæ 22,5%

DEILA