Embla Dögg verkefnastjóri Brothættra byggða í Reykhólahreppi

Embla Dögg Bachmann hefur verið ráðin hjá Vestfjarðastofu í starf verkefnisstjóra Brothættra byggða í Reykhólahreppi. Um er að ræða 100% starf með starfsstöð á Reykhólum.

Verkefnið er til 5 ára og er hluti af samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Vestfjarðastofu og Reykhólahrepps.

Embla hefur töluverða reynslu sem kemur til með að nýtast henni vel í þessu starfi, hún sat í sveitarstjórn Reykhólahrepps síðasta kjörtímabi, skipulagði og sá um Reykhóladaga á liðnu sumri og var kosningastjóri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.

Auk þessa stundar hún nám í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum og er liðlega hálfnuð með það.

Embla á rætur að rekja að Reykhólum og hefur búið þar undanfarin ár.

DEILA