Eldur í seiðaeldisstöð í Tálknafirði

Seiðaeldissstöðin í Tálknafirði. Ef færa ætti eldið uppá land þyrfti 100 sinnum stærra hús og rafmagn á við 3 Mjólkárvirkjanir.

Eld­ur kom upp í seiðaeld­is­stöð Arctic Fish í botni Tálkna­fjarðar um klukk­an 15 í gær. Eld­ur­inn kviknaði í raf­magnsút­búnaði. Slökkviliðin á Tálknafirði, Pat­reks­firði og Bíldu­dal fóru á vett­vang og þegar að var komið hafði eld­ur læst sig í vegg og loft inni í hús­inu, sem er sam­byggt. Var það fyr­ir snar­ræði slökkviliðsmanna að það náðist að slökkva eld­inn áður en hann komst í mörg plast­ker sem þar eru.

Að sögn Sig­urðar Pét­urs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Arctic Fish, kviknaði eld­ur­inn út frá háþrýsti­dælu. Á vef mbl.is er haft eftir honum að skammhlaup hafi orðið í háþrýstidælunni og að tjónið hafi verið lítilsháttar og einungis dælan sjálf hafi eyðilagst. „Þetta var al­veg af­markað, ekki ná­lægt okk­ar fisk­um eða neitt,“ seg­ir Sig­urður.

smari@bb.is

DEILA