Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnudeild Vestra hlaut hvatningarverðlaun skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, fyrir eldmóð, atorkusemi og góðan árangur á árinu 2024, en þetta var fyrsta árið sem Vestri tefldi fram meistaraflokki kvenna.
Ekki hafði verið kvennalið í fótbolta í Ísafjarðarbæ síðan árið 2013, þá undir nafni BÍ/Bolungarvíkur.