Lögreglan á Vestfjörðum segir mikla hálku á götum og gangstéttum, sérstaklega á NV Vestfjörðum og eru gangandi, akandi og hjólandi vegfarendur hvattir til þess að gæta sérstakrar varúðar.
Vegagerð og sveitafélög reyna af fremsta megni að hálkuverja en það dugar stundum ekki til.
Þá hafa ögreglumenn á Ísafirði af og til haft afskipti af nokkrum ungum ökumönnum sem hafa gert sér að leik að spóla og skrensa bifreiðum sínum á hafnarsvæðinu sem og á bílaplönum.
Þetta athæfi samrýmist ekki umferðarlögum og er auk þess afar hættulegt. Foreldrar ungra ökumanna eru hvattir til þess að ræða hættuna sem af þessu getur skapast.