Í framhaldi af samþykki allra sveitarfélaga á Vestfjörðum á Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum er nauðsynlegt að skipa Úrgangsráð Vestfjarða.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga fjallaði um málið á fundi sínum í desember sl.
Ákveðið var að senda sveitarfélögunum bréf og að það komi fram eftirfarandi um val á fulltrúum í ráðið:
„Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga vekur athygli sveitarfélaga á að úrgangsráðið er vinnuhópur og hefur ekki umboð til að taka bindandi ákvarðanir fyrir sveitarfélögin eða samstarf þeirra. Því vill stjórn Fjórðungssambandsins beina því til sveitarfélaga að í hópinn veljist fulltrúar sem treysta má að geti fylgt málum eftir í sínu sveitarfélagi og hafi umboð til að tala máli sveitarfélagsins í úrgangsmálum innan Úrgangsráðs Vestfjarða.“
Á fundinum var staðfest að áheyrnarfulltrúi Árneshrepps í stjórn FV er Arinbjörn Bernharðsson og að Matthías Sævar Lýðsson er áheyrarfulltrúi Strandabyggðar.