Súðavík: áform um aukið gistirými

Melrakkasetur Íslands í Súðavík.

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur samþykkt umsókn Melrakka gistingar ehf um deiliskipulagsbeytingu sem heimilar að byggja sex smáhýsi auk þjónustuhúss á lóð Eyrardals 7 innan og ofan til við Melrakkasetrið.

Markmiðið er að auka framboð af heilsárs gistirýmum fyrir ferðamenn í Súðavík.

DEILA