Ísafjarðarbær : Jafnlaunakerfi stenst staðal

Æðstu stjórnendur Ísafjarðarbæjar hafa rýnt árangur jafnlaunakerfis sveitarfélagsins og komist að þeirri niðurstöðu að kerfið standist þær kröfur sem til þess eru gerðar. Ekki er þörf á aðgerðum.

Að niðurstöðunni standa bæjarstjóri, mannauðsstjóri og fjórir sviðsstjórar.

Launagreining gerð á launum októbermánaðar leiddi i ljós að launamunur er 0,96% konum í vil sem er vel innan markmiða um 3,5% mun.

Vakin er athygli á því að kynjahlutfall sé mjög skakkt hjá Ísafjarðarbæ og huga þurfi að því hvernig megi jafna það.

Malið var lagt fyrir bæjarráð á mánudaginn og bókað að

„Með hliðsjón af viðhaldsúttekt iCert, innri úttekt, launagreiningu og rýni stjórnenda á jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar, auk þess að Jafnlaunastofa hefur gefið út nýja heimild til að nota jafnlaunamerkið til 22.06.2026, er ályktað að Jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar standist kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.“

DEILA