Skipulagstofnun hefur auglýst tillögu að aðalskipulagi fyrir Strandabyggð árin 2021 – 2033.
Um er að ræða heildarendurskoðun gildandi Aðalskipulags Strandabyggðar 2010-2022.
Sveitarstjórn samþykkti að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga þann 10.september 2024.
Að lokinni athugun Skipulagstofnunar fyrir auglýsingu var tillagan aftur samþykkt í sveitarstjórn 12. nóvember 2024 með minniháttar lagfæringum til að bregðast framkomnum ábendingum Skipulagsstofnunar.
Unnt er að senda inn athgasemdir við tillöguna til 14. febrúar 2025.
Fram kemur í greinargerð að gildistími gildandi aðalskipulags Strandabyggðar 2010-2022 er á enda og því er heildarendurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins tímabær.
Breytingar sem gerðar hafa verið á gildandi Aðalskipulagi Strandabyggðar:
Stækkun íbúðarbyggðar við Kópnesbraut og Víkurtún, Hólmavík
Athafnasvæði A8, Fiskislóð 1.
Þéttbýlið á Hólmavík, nýtt verslunar- og þjónustusvæði.
Helstu breytingar sem gerðar eru við heildarendurskoðun aðalskipulags frá gildandi aðalskipulagi eru m.a.:
Afmörkun landnotkunarreita leiðrétt og reitir fá ný númer.
Skilmálar við landnotkunarreiti uppfærðir og stærð og byggingarmagni bætt.
Stækkun og breytingar á nýju íbúðarsvæði í Brandskjólum.
Niðurfelling á íbúðarsvæði.
Auknar heimildir fyrir landbúnaðarsvæði og landbúnaðarland flokkað.
Vegir í náttúru Íslands flokkaðir og vegaskrá útbúin.
Kvíslatunguvirkjun bætt við í aðalskipulag.
Nýtt varúðarsvæði skilgreint.
Ný athafnasvæði á Hólmavík
Ný iðnaðarsvæði: Austurgilsvirkjun, Kvíslatunguvirkjun.