Þessi mynd sem er á Byggðasafninu á Skógum er þangað komin frá Matthildi Elísabetu Gottsveinsdóttur (1890-1977).
Myndin mun vera frá árunum 1940 -1955.
Á bakhlið myndarinnar stendur: Með bestu kveðju til Matthildar. Myndin er líklega frá Vestfjörðum en þangað ferðaðist Matthildur með Skógræktarfélagi.
Nú er það spurningin hvort einhver getur sagt til um það hvar myndin er tekin og hvaða fólk er á myndinni.