Aukið viðbúnaðarstig vegna jarðhræringa í Ljósufjöllum

Veðurstofan mun auka vöktunarstig við Ljósufjöll vegna vaxandi skjálftavirkni á svæðinu undanfarnar vikur.

Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur, segir í samtali við fréttavefinn Vísi, það vera sérstakt að skjálftavirkni mælist svo lengi á jafnmiklu dýpi og raunin er nú. Skjálfti að stærðinni 2,9 varð við Grjótárvatn í morgun.

„Við erum semsagt að meta það sem svo  að þetta kalli á að við hækkum vöktunarstig hjá okkur varðandi Ljósufjöll og Ljósufjallakerfið. Það er ekki algengt að við fáum skjálfta á svona miklu dýpi eins og við erum að sjá við Grjótárvatn, þeir eru á 15-20 kílómetra dýpi, og það eru vísbendingar sem benda til þess að þetta séu einhvers konar kvikutengdar hreyfingar. Gos á þessu svæði hafa ekki verið algeng, þau hafa verið á fjögur hundruð ára fresti að meðaltali. Þetta eru lítil hraungos eða lítil sprengigos á stuttum sprungum. Þannig að áhrifin af þessu yrðu mjög takmörkuð “ segir Salóme.

DEILA