HVEST: mannauðsstjórinn á förum

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Auglýst hefur verið laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra mannauðs hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Framkvæmdastjóri mannauðs heyrir undir forstjóra og er hluti af framkvæmdastjórn. 

Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri staðfestir við Bæjarins besta að Hanna Þóra Hauksdóttir,mannauðsstjóri sé á förum en verði í starfi út marsmánuði.

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 270 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins. 

DEILA