Til Ísafjarðarhafnar barst í desember afli einvörðungu af botnstrollsveiðum. Það voru togaranir Páll Pálsson ÍS og Júlíus Geirmundsson ÍS sem lönduðu í mánuðinum. Páll Pálsson ÍS fór 7 veiðifeðir og kom með 602 tonn að landi. Júlíus Geirmundsson ÍS landaði einu sinni afurðum og var með 169 tonn.
Patreksfjörður : 378 tonn
Á Patreksfirði var útgerðinni öðru vísi háttað en á Ísafirði. Þar liggur áherslan meira á línuútgerð. Línubáturinn Núpur BA landaði fimm sinnum í síðasta mánuði og var samtals með 229 tonn. Togarinn Vestri BA landaði þrisvar og kom með 121 tonn.
Tveir minni línubátar reru í mánuðinum, Sindri BA og Agnar BA og voru þeir samtals með 28 tonna afla.
Suðureyri : 217 tonn
Á Suðureyri er öflug línubátaútgerð og allir afli sem kom að landi í desember var af línubátum.
Þar var Einar Guðnason ÍS með mestan afla 140 tonn í 12 róðrum. Hrefna ÍS var með 52 tonn í 7 róðrum og Eyarröst ÍS 18 tonn eftir 5 róðra. Auk þeirra lönduðu Viktoría ÍS og Gjafar ÍS afla samtals nærri 7 tonnum og fóru hvor um sig einn róður.