Ísafjarðarbær hefur veitt Neyðarlínunni stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir gám á Dynjandisheiðinni nálægt Þverfelli.
Neyðarlínan hyggst í samvinnu við Nova koma á úrbótum á heiðinni á fjarskiptum fyrir almenning sem fyrirtæki og viðbragðsaðila. Um er að ræða tilraunaverkefni. Þar sem langt er í rafmagn og gagnatengingar er fyrirhugað að koma fyrirfjarskiptabúnaði í gám, þar sem þar verði einnig rafstöð, tengibúnaður fyrir sólarrafhlöður og rafgeymar. Ætlunin er að nýta sólarorku og endurvinna rafgeyma úr bílum og nota sem orkugjafa fyrir fjarskiptabúnaðinn. Til þrautavara verður rafstöðin keyrð inn á kerfið eftir þörfum.
Í umsókn Neyðarlínunnar segi að tilraunir hafi gengið vel og að talið sé að hægt verði að láta reyna á þessa lausn til þess að bæta úr stopulu fjarskiptasambandi á Dynjandisheiði.
Fram kemur að óskað er eftir skjótri afgreiðslu á erindinu þar sem mikilvægt sé að koma búnaðinum sem fyrst upp.
Mynd af gámnum.
Annað sjónarhorn af gámnum.