Tekjur hærri, útgjöld lægri

Stjórnsýsluhús Ísafjarðarbæjar

Samkvæmt minnisblaði Helgu Ásgeirsdóttur verkefnastjóra á fjármálasviði sem lagt var fyrir bæjarráð á mánudaginn eru útsvarstekjur fyrstu ellefu mánuði 2016 tæpum 6 milljónum hærri en áætlað var í upphafi árs og rúmum 16,6 milljónum hærri en á sama tímabili árið 2015. Sömuleiðis eru greiðslur frá Jöfnunarsjóði hærri en áætlað var um kr. 1,8 milljónir króna. Launakostnaður er tæpum 4 milljónum lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir og má því ætla að staða bæjarsjóðs hafi batnað um rúmar 11 milljónir í lok nóvember miðað við áætlanir.

bryndis@bb.is

DEILA