Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum viðauka við fjáhagsáætlun ársins vegna áhrifa af kjarasamningum við KÍ, en breytingarnar tóku gildi afturvirkt frá 1. júní 2024.
Samkvæmt viðaukanum þarf að leiðrétta launaáætlanir þriggja grunnskóla, tveggja leikskóla og tónlistarskólans vegna kjarasamninganna um samtals 21,6 m.kr. En aðrar stofnanir höfðu svigrúm fyrir hækkunum. Mest er hækkunin við Grunnskóla Ísafjarðar 14,3 m.kr. og Grunnskólann á Þingeyri 2,7 m.kr.