Verbúðin pub í Bolungavík býður viðskiptavinum til skötuveislu í dag endurgjaldslaust, á Þoláksmessu. Segir í tilkynningu að með þessu sé verið að þakka fyrir viðskiptin á árinu og jafnframt að fagna Þorláksmessunni.
Skötuveislan hefst kl 17 og verður opið meðan birgðir endast.
Líflegt hefur verið á Verbúðinni í desember og meða annars boðið upp franskan kokk og kaffihúsastemmingu.