Gafst hún upp á rólunum

Jón Jens Kristjánsson.

Önfirski hagyrðingurinn Jón Jens Kristjánsson er kominn með kveðjuorð til fráfarandi ríkisstjórnar og nýju ríkisstjórninni er heilsað.

Hann setti inn á Boðnarmjöðinn þetta í morgun:

Gömul starfsstjórn gengur brott

gafst hún upp á rólunum

og kallar að sé komið gott

það kemur ný á jólunum

þeir fá nú bæði þurrt og vott

sem þrengdu að sultarólunum

klukkan þrettán kynnt er plott

og hverjir ríkja á stólunum.

DEILA