Björgunarsveitin Kofri: fékk hálfa milljón í styrk

frá vinstri: Halldór Halldórsson, Tinna Rún og Elías Jónatansson. Mynd: Þorsteinn Haukur Þorsteinsson.

Íslenska kalkþörungafélagið hf og Orkubú Vestfjarða ákváðu í gær að færa björgunarsveitinni Kofra 250 þúsund króna styrk hvor aðila til kaupa á björgunarbát frá Vestmannaeyjum við það tilefni að undirritaður var samningur um jagningu 20 km jarðstrengs frá Ísafirði til Súðavíkur.

Varðskipið Freyja flutti björgunarbátinn til Ísafjarðar um síðustu helgi og var bátnum svo siglt þaðan til Súðavíkur.

Það var Tinna Rún Snorradóttir, ritari stjórnar björgunarsveitarinnar Kofra sem veitti styrknum viðtöku.

Næyi björgunarbáturinn við byggju í Súðavík. Eins og sést hét báturinn Þór hjá fyrri eigendum í Vestmannaeyjum. Mynd: Björgunarsveitin Kofri.

DEILA