Kristinn Gauti Einarsson hefur verið ráðinn fjármála- og skrifstofustjóri Bolungarvíkurkaupstaðar. Hann er fæddur og uppalinn í Bolungarvík en dvaldi í Reykjavík um árabil áður en hann flutti aftur heim með fjölskyldunni árið 2022. Kristinn Gauti er fæddur árið 1987 og er giftur Salóme Halldórsdóttur. Þau eiga þrjú börn, Kötlu Guðrúnu, Ólivíu og Orra Halldór.
Kristinn Gauti var áður deildarstjóri í Þjóðleikhúsinu þar sem hann starfaði yfir áratug, verkefnastjóri í vöruþróun hjá Kerecis og síðast sem umsjónarmaður Edinborgarhússins á Ísafirði.
Kristinn Gauti stundar viðskiptafræðinám við Háskólann á Bifröst sem hann áætlar að ljúka á komandi ári en áður lauk hann burtfararprófi í rythmísku slagverki frá Tónlistarskóla FÍH árið 2012.
,,Ég er spenntur að vera hluti af bæjarskrifstofu Bolungarvíkur, takast á við þau verkefni sem framundan eru og ánægður að fá tækifæri til að vinna fyrir bæjarfélagið mitt”