FÓTBOLTAÁRIÐ 2024 Í MÁLI OG MYNDUM

Út er komin bókin Íslensk knattspyrna 2024 eftir Víði Sigurðsson.
Þetta er stærsta bókin frá upphafi, 304 blaðsíður, og hér finnur áhugafólk um knattspyrnu allt sem gerðist í íslenska fótboltanum á árinu 2024.

Af efni bókarinnar ma nefna:
Gangur Íslandsmótsins í öllum sex deildum karla og þremur deildum kvenna í máli og myndum. Greint frá öllum leikjum í Bestu deildum karla og kvenna og á seinni stigum bikarkeppninnar.
Ítarleg tölfræði um alla leikmenn í efstu deildum.
Fjöldi leikja og marka hjá leikmönnum í öllum deildum.
Myndir af öllum liðum efstu deilda kvenna og karla, af öllum meistara-flokksliðum sem fóru upp um deild og af öllum meistaraliðum yngri og eldri flokka á Íslandsmótinu.
Ítarlegar frásagnir af öllum landsleikjum Íslands á árinu.

Frásagnir af öllum Evrópuleikjum íslensku félagsliðanna á árinu og af Íslendingum sem léku í Evrópumótum með erlendum liðum.
Viðtöl við Ástu Eir Árnadóttur, Andra Rafn Yeoman, Hallgrím Mar Steingrímsson og Sævar Pétursson.
Umfjöllun um Glódísi Perlu Viggósdóttur, besta miðvörð heims árið 2024.
Umfjöllun um yngri flokkana, allar lokastöður og sagt frá stærstu barna- og unglingamótunum í máli og myndum.
Allt sem er framundan hjá íslensku landsliðunum.
Íslensku dómararnir heima og erlendis.
Allt um 125 íslenska atvinnumenn og konur erlendis.

Leikja- og markahæstu leikmenn Íslands heima og erlendis.
Leikja- og markahæstu Íslendingarnir í ýmsum löndum Evrópu.
Hver hafa spilað mest og skorað mest í íslensku deildakeppninni.

DEILA