Súðavík: samningur um orku til kalkþörungaverksmiðju

Hér mun kalkþörungaverksmiðjan á Langeyri rísa. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins skrifa á morgun, miðvikudaginn 18. desember kl. 15:00, undir samning um tengingu nýrrar kalkþörungaverksmiðju við Langeyri í Súðavík. 

Um er að ræða 20 km langan jarðstreng á 33 kV spennustigi, sem liggja mun frá aðveitustöð OV á Ísafirði í nýja aðveitustöð OV sem áformað er að byggja í Súðavík.

Undirritunin fer fram í Grunnskólanum í Súðavík 18. desember kl. 15:00 og eru allir velkomnir til að vera viðstaddir þessi stóru tímamót.

Þessi samningur tryggir að hægt sé að flytja raforku til Súðavíkur til að þurrka kalkþörunga í nýrri verksmiðju Ískalk sem hefja á starfsemi sumarið 2027. Viðræður um þetta hafa staðið í nokkur ár og nú er komið að þessum stóru tímamótum.

DEILA