Hrafna Flóki: 13 keppendur á aðventumóti Ármanns

Þrettán keppendur frá Héraðssambandinu Hrafna Flóka , HHF, í Vesturbyggð tóku þátt í Aðventumót Ármanns í Reykjavík um síðastliðna helgi. Náði þau góðum árangri , sigruðu í mörgum greinum og persónuleg met voru sett.

Þátttakendur í þrautabraut voru Glódís Freyja, Aría Matthea og Una Hervör. Í fjölþraut kepptu Inga Sól, Sigurður Sean, Óskar Elí, Fanndís Fía, Hlédís Karen, Alexandra Líf, Alexander Nói, Elma Lind, Daníel Már og Frosti Þór.

Héraðsmetaskrá:

Fanndís Fía náði 3ja besta árangri í 60m og 600m 11 ára stelpna

Alexandra Líf náði 3ja besta árangri í 60m 12 ára stelpna

Alexander Nói náði 3ja besta árangri í 600m 12 ára stráka

Frosti Þór náði 2 besta árangri í kúlu 13 ára stráka

Tvö héraðsmet voru bætt á mótinu:

Daníel Már Ólafsson bætti eigið héraðsmet í kúluvarpi með 11.61m

Frosti Þór Ásgeirsson bætti eigið héraðsmet í hástökki 1.65m.

Myndir: Hrafna Flóki.

DEILA