Ásatrúarfélagið samþykkti á fundi lögréttu mánudagskvöldið 9. desember síðastliðinn að draga félagsaðildina að Landvernd til baka að sinni, og veita þess í stað stakan styrk til Landverndar að fjárhæð kr. 81.000.
Þá yrði síðar á starfsárinu boðað til almenns félagafundar þar sem umræðuefnið yrði umhverfisvernd og Ásatrúarfélagið og frekari umræða yrði á þeim vettvangi um meðal annars hugsanlegt samstarf félaganna i málum þar sem áherslur beggja fara saman og hvernig það yrði best útfært. Eru félagsmenn hvattir til að mæta þegar þar að kemur og ræða málin þar.
Ekki er búið að ákveða tímasetningu á slíkum fundi en að hann yrði þó í síðasta lagi stuttu fyrir sigurblót.
Þann 2. nóvember sl. samþykkti allsherjarþing Ásatrúarfélagsins að gerast aðili að Landvernd og greint var frá því að að þrír fulltrúar félagsins hefðu setið aðalfund Landverndar fyrir Ásatrúarfélagið fyrr á árinu.