Húsnæði fyrir óstaðbundin störf – staðsetningar

Byggðastofnun hefur tekið saman upplýsingar um mögulegt húsnæði fyrir óstaðbundin störf og þær staðsetningar eru birtar  í  þjónustukorti Byggðastofnunar.

Upplýsingum var safnað saman með aðstoð landshlutasamtaka sveitarfélaga. 

Í þjónustukortinu sjást staðsetningar þeirra staða þar sem hægt er að taka við fólki sem vinnur óstaðbundið starf.

Kortinu er ætlað að vera lifandi upplýsingabanki fyrir þá aðila sem hugsa sér að sinna óstaðbundnu starfi en einnig forstöðumenn ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja og verður uppfært eins og þörf krefur.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni. Ríkisstofnanir geta sótt um styrki til að ráða í óstaðbundin störf á þeirra vegum utan höfuðborgarsvæðisins.

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra kynnti áform um úthlutunina fyrr í haust en veittar verða allt að 150 milljónir kr. í þessum tilgangi af byggðaáætlun.

DEILA