Nú hefur svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum verið tekin fyrir á fundi allra sveitarstjórna sem eiga að henni aðild og samþykkt af þeim öllum og hefur því tekið gildi.
Næstu skref eru:
1. Að gera hana aðgengilega almenningi (t.d. á heimasíðum sveitarfélaganna)
2. Að hefja vinnu skv. aðgerðaáætlun svæðisáætlunarinnar
Varðandi lið tvö mun fyrsta skrefið væntanlega verða að setja saman Úrgangsráð Vestfjarða.
Svæðisáætlunin er aðgengileg hér: Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum