Lögreglan vill komast í samband við vitni að líkamsárás

Aðfaranótt sunnudagsins 8. desember s.l. átti sér stað meint líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Edinborg sem staðsettur er í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Lögreglan á Vestfjörðum er með málið til rannsóknar og óskar eftir að komast í samband við vitni sem voru staðsett á vettvangi.

Fyrir liggur að mikið af fólki var á staðnum er meint árás átti sér stað.

Vinsamlegast sendið tölvupóst á vestfirdir@logreglan.is eða hringið í síma 444-0400 til þess að gera vart við ykkur, ef þið teljið ykkur búa yfir upplýsingum um þetta mál.

DEILA