Handverkshús styrkir björgunarsveit

Aníta Hanna Kristjánsdóttir og Tindur Ólafur Guðmundsson frá björgunarsveitinni Heimamönnum taka á móti styrk frá Össu, það er Andrea Björnsdóttir gjaldkeri Össu sem afhendir styrkinn.

Undanfarin 14 ár hefur handverksfélagið Assa verið með nytjamarkað þar sem allskyns hlutir og bækur eru fáanlegar. Verðlagning er þeim hætti að kaupendur bjóða í hlut sem þeim líst á og oftast er því tekið án þess að athugasemdir séu gerðar.

Bækurnar hafa verið verðlagðar á 300 kr. stykkið og hafa þær ekki hækkað síðan vorið 2010, þegar markaðurinn var opnaður. Hafa sumir fundið þar eintök sem vantað hefur í ritraðir eða þá hefur langað að eignast.

Allur ágóði af sölu á nytjamarkaðnum hefur runnið til félagasamtaka og samfélagsmála á svæðinu.

Björgunarsveitin Heimamenn hlaut að þessu sinni ágóðann af nytjamarkaði Össu, kr. 170.000.- Þetta er í 3. sinn sem afraksturinn rennur til björgunarsveitarinnar.

DEILA