Styrkjum hefur verið úthlutað úr Hvata, styrktarsjóði til verkefna á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðherra. Alls hlutu 28 verkefni styrk úr seinni úthlutun fyrir árið 2024, alls að upphæð 24.900.000 kr. Í heildina sóttu 64 verkefni um styrki að heildarupphæð 159.134.500 kr.
Hvati er styrktarsjóður innan menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Styrkjum úr Hvata er úthlutað til ákveðinna verkefna á vegum félaga og samtaka til eins árs í senn. Verkefnin skulu ekki njóta lögbundins stuðnings eða falla undir sjóði eða sérstaka samninga. Þá eru hvorki veittir styrkir til nefndarsetu eða styrkir til BA/BS-, eða meistaraprófsverkefna. Frekari upplýsingar um næstu áætluðu úthlutun verða birtar á vef ráðuneytisins eftir áramót.