Í sjúkraliðanum, nýútkomnu tímariti Sjúkraliðafélags Íslands er umfjöllun um verkefnið Gott að eldast sem Heilbrigðisráðuneytið ýtti úr vör á síðasta ári. Um er að ræða samstarf Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Vesturbyggðar um þjónustu fyrir eldra fólk. Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á Patreksfirði segir í blaðinu að verkefnið gefi góða von, með sjáanlegum árangri fyrir eldra fólk með uppbyggingu á þjónustu. Samkvæmt því sem fram kemur í greininni er lykilatriðið að ráðið var í stöðu sjúkraliða heimahjúkrunar og heilsugæslu á Patreksfirði í apríl 2024. Það var nýtt starf til uppbyggingar á heimaþjónustu. Fyrir var starf sjúkraliða sem aðstoðarmaður sjúkraþjálfara á heilsugæslunni og hjúkrunardeildinni. Árangurinn er grettistak í endurhæfingu eldra fólks og vistmanna á hjúkrunardeild og í samfélaginu. Fólk hafi náð upp getu sem áður var horfin og sýnir betri andlega og líkamlega líðan segir Hrafnhildur.
Með verkefninu gott að eldast var hægt að fara í heildstæða samþættingu milli heilbrigðisstofnunarinnar og sveitarfélagsins á þáttum verkefnisins segir Hrafnhildur
.
Sjúkrahúsið á Patreksfirði.