Rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson HF-30 hefur verið auglýst til sölu.
Skipið var smíðað 1970 í Þýskalandi fyrir Hafrannsóknastofnun og afhent stofnuninni í desember sama ár.
Skipið er 56 metra langt og 10,6 metra breitt, en dýpt að efra þilfari er sjö metrar. Í skipinu eru þrjár vélar með 410 kw. hver og er ganghraði 12 sjómílur ef keyrt er á öllum vélum.
Á skipinu hefur verið 14 manna áhöfn og auk þess er aðstaða fyrir 13 vísinda- og rannsóknarmenn.
Nýtt skip Þórunn Þórðardóttir er í smíðum og er búist við að það verði afhent á næstu vikum.