Grásleppa til nýliða

Birt hefur verið í Stjórnartíðindum reglugerð um úthlutun aflamarks í grásleppu til nýliða.

Nýliði samkvæmt reglugerð þessari telst sá aðili sem á skip, sem ekki hefur skráða aflahlutdeild og hefur ekki fengið aflahlutdeild í grásleppu vegna fiskveiðiársins 2024/2025.

Fiskistofa mun auglýsa eftir umsóknum um aflamark fyrir skip í eigu nýliða og úthluta aflamarki í grásleppu á grundvelli umsókna.  

Aflamark til nýliða mun skiptast jafnt og getur hver þeirra fengið að hámarki 0,4% af leyfilegum heildarafla.  

Alls óvíst er hver verður leyfilegur heildarafli á vertíðinni 2025, en verði hann 4.030 tonn eins og á síðustu vertíð koma 214 tonn til skipta, hámark á hvern bát 16 tonn.

DEILA